17.12.1934
Efri deild: 63. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2057 í B-deild Alþingistíðinda. (3116)

155. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er aftur komið hingað frá Nd. og hefir tekið lítilsháttar breyt., sem er í því fólgin, að búsetuskilyrðið til þess að geta orðið íslenzkur ríkisborgari hefir verið fært úr 15 árum niður í 10 ár. Allshn. þessarar d. getur fallizt á þessa breyt. og leggur til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.