08.11.1934
Efri deild: 33. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2322 í B-deild Alþingistíðinda. (3191)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Jón Baldvinsson:

Út af því, sem hv. 2. þm. S.-M. sagði, að það væri ekki vitnað í gr. eins og hún væri í l. frá 1913, heldur eins og hún væri nú, með þeim breyt., sem hún hefði tekið, þá er það við það að athuga, að í staðinn fyrir að vera í 4. gr. í l. frá 1913, þá er þetta í 1. gr. l. frá 1929, svo að gr. stemma þá ekki heldur. En n. hefir nú lofað að athuga þetta og kveður þá upp úr um það, hvor okkar hefir rétt fyrir sér í þessu, hv. 2. þm. S.-M. eða ég.

Viðvíkjandi því, að hv. þm. Dal. var að tala um, að frv. á þskj. 266 væri ekki á dagskrá, þá er það að vísu rétt að forminu til, en n. hefir tekið efni þess upp hér sem brtt., og er talað um hana í nál, og frv. verður ekki tekið á dagskrá síðar, ef till. verður samþ. inn í þetta frv., sem hér er á dagskrá nú.