14.12.1934
Neðri deild: 59. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2084 í B-deild Alþingistíðinda. (3215)

58. mál, Kreppulánasjóður

Héðinn Valdimarsson:

Ég hefi að vísu ekki undirritað þetta nál. með fyrirvara eins og hv. 2. þm. N.-M., en ég er þó sömu skoðunar og hann. En ég vil geta þess, að ástæðan fyrir því, að ég ritaði ekki undir nál. með fyrirvara, var sú, að sett var í nál., að lögunum skyldi framfylgt á þann hátt, að sæmilega stæðir menn, sem gætu borgað sínar ábyrgðir, nytu ekki góðs af þessu framlagi ríkissjóðs. Og hv. frsm. n. og aðrir nm. létu í ljós þá skoðun, að nægilegt mundi vera að taka þetta fram í nál., því að þá mundi eftir því verða breytt í framkvæmdinni. Til þess að flækja málinu ekki til hv. Ed. og í trausti þess, að þetta mundi nægja, féllst ég á að undirrita nál. án fyrirvara og flytja ekki brtt. við það.