10.12.1934
Neðri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2329 í B-deild Alþingistíðinda. (3281)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Hannes Jónsson:

Mér finnst þetta ákaflega rýmileg ósk frá hv. samgmn. og get að öllu leyti fallizt á þessa meðferð málsins.

Ég var svo óheppinn að eiga hér brtt., sem ekki kom til n. áður en hún tók sínar ákvarðanir, en eftir yfirlýsingu hv. frsm., geri ég ráð fyrir, að hún athugi hana gaumgæfilega fyrir 3. umr.

Ég veit, að n. mun leita upplýsinga hjá landssímastjóra, og tel ég ekki nema rétt, að hún beygi sig fyrir upplýsingum frá færasta manninum um þetta efni.

Ég lýsi því yfir, að ég tek aftur til 3. umr. brtt. á þskj. 713, en flyt hana þá aftur óbreytta.