10.12.1934
Neðri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2329 í B-deild Alþingistíðinda. (3283)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Þorbergur Þorleifsson:

Hv. þm. V.-Húnv. hefir nú að mestu tekið fram það, sem ég vildi segja um þetta. Ég er sammála því, að þetta mundi flýta fyrir afgreiðslu málsins, og þess vegna vil ég taka aftur til 3. umr. viðaukatill. á þskj. 536, um síma frá Svínhólum um Vík að Hvalnesi, og læt jafnframt bíða að mæla fyrir þessari till. þangað til. Ég mun leggja áherzlu á, að þessi brtt. verði samþ. Að þessi lína verði lögð, er í alla staði réttmætt. Auk þess er ég því yfirleitt fylgjandi, að eftir því sem auðið er, eigi að gera sem mest að því að fullnægja óskum manna um símalagningar og að teknar verði upp í símal. nýjar símalínur. Ég álít það eitt af þýðingarmestu framfaramálum sveitanna, að auka og bæta símakerfið í landinu.