17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2337 í B-deild Alþingistíðinda. (3360)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Bergur Jónsson:

Ég á brtt. á þskj. 814, V, og er hún endurtekning á brtt., er ég bar fram við 2. umr., en tók aftur eftir till. samgmn. Í brtt. hefir slæðzt inn prentvilla. Stendur þar Stóra-Langadal“ fyrir „Stóra-Laugadal“.

Eins og hv. frsm. gat um, hefir landssímastjóri lagt á móti línu þessari. En hann færir ekki fram nokkra ástæðu fyrir því. Hér er um stutta línu að ræða, en hún liggur yfir hlið, sem er sérstaklega illfær og jafnvel stundum ófær á vetrum.

Þeir sem búa utar í Tálknafirði en Stóri Laugadalur, og þeir eru um þriðjungur hreppsbúa, eru oft útilokaðir frá síma, ef þeir fá ekki þessa línu. Vona ég, að samgmn. breyti skoðun sinni, þegar hún hefir athugað málið nánar og kynnt sér málavöxtu.