17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2338 í B-deild Alþingistíðinda. (3362)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Pétur Ottesen:

Hv. samgmn. hefir nú í samráði við landssímastjóra fengið annað viðhorf gagnvart brtt. mínum. Það hefir komið í ljós, að ekki er um neinar samþykktir að ræða heima í héraði, sem séu til fyrirstöðu því, að þessar línur verði teknar upp í l., enda er hér um mikla þörf að ræða. Ég vænti þess, að hv. d. líti á nauðsyn þess að koma upp þessum línum, því fremur, sem komið hefir greinilega fram hjá hv. frsm., að hér er réttmæt krafa á ferðinni.