17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2339 í B-deild Alþingistíðinda. (3366)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Jón Pálmason:

Ég hefi tekið eftir því, hvílíkt kapp hv. þm. hafa lagt á að koma nýjum símalínum inn í l., og held ég, að ég hafi manna síðastur orðið til að taka þátt í því kappi. Hefi ég þó borið fram eina litla brtt. Er það lína frá Höfnum á Skaga að Ásbúðum. Ef fara á að bæta í símal. öllu því, sem nú virðist útlit fyrir þá er full þörf á, að þessi lína komi þar til greina. Þó get ég tekið fram, að ég tel ekki þörf á að koma þessari línu fram á þessu þingi. Virðist mér og athugavert, hvort ekki er á öðru meira þörf en miklum framlögum til þessara hluta. En til þess að láta ekki mitt kjördæmi sitja algerlega á hakanum, ber ég fram þessa brtt.