17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2341 í B-deild Alþingistíðinda. (3370)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Páll Zóphóníasson:

Ég hefi á síðustu stundu komið með eina brtt. Það liggur fyrir brtt. á þskj. 511, sem gerir ráð fyrir línu frá Skálavík í Reykjarfjarðarhreppi til barna-, unglinga- og íþróttaskólans á Reykjanesi í Reykjarfjarðarhreppi. Ég vona, að þessi lína verði samþ. Ef hún verður lögð, þá liggur hún um túnið á bæ þeim, sem heitir Þúfa. En þar býr oddviti sveitarinnar, sýslunefndarmaður og margt fleira, og þurfa menn því oft að ná í hann í síma, og þar sem hér er um aukalínu að ræða, þá tel ég sjálfsagt, að lína sé lögð heim á þennan bæ. Það gæti kannske verið hægt að fá þessa línu án þess að flytja till. um það, en ég tel þó réttara að taka þetta upp í brtt. á þskj. 511, og ætla ég því að leggja fram skrifl. brtt. um það, að hnýta þessu aftan við till. Ég vona, að menn fallist á að samþ. þessa brtt., þar sem hér er um það að ræða, að leggja síma inn á bæ, þar sem fjöldi manna þarf að nota hann, og er þetta því hagur bæði fyrir bóndann og fjölmarga menn aðra, sem þurfa að ná í hann í síma.