17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2343 í B-deild Alþingistíðinda. (3387)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Ég skal enn á ný láta hv. þdm. heyra, að landssímastjóri hefir lagt á móti till. á þskj. 511, en samgmn. hefir tekið þetta út úr vegna skólastofnunarinnar, því hún vill gera sitt til þess, að sími sé lagður í skólann. En landssímastjóri hefir sagt, að þetta hafi verið fyrirhugað sem einkasímalína. Það gætu fimm bæir gert kröfu til þess að fá síma, ef hann væri lagður á þennan eina bæ, sem sé Þúfu. Við samgmn.mennirnir höfum haldið okkur við skólann, en viljum láta hitt óumtalað.