28.11.1934
Neðri deild: 47. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2358 í B-deild Alþingistíðinda. (3443)

150. mál, fiskimálanefnd

Jóhann Jósefsson:

Mér finnst ekki nema rétt að málið fari í n. Þrátt fyrir það, að frv. sé flutt af meiri hl. n. og borið undir minni hlutann á sínum tíma, þá eru þó mörg atriði í því, sem hljóta að koma til álita í nefndinni, og ég held, að það sé bara gleymska hv. frsm. eins og oft vill verða, að honum láðist að óska þessa um leið og hann óskaði, að málinu yrði vísað til 3. umr.

Ég er sammála hæstv. ráðh. um það, að málinu þurfi að hraða sem mest, en ég vil benda á það, að það eru fleiri stórmál í nefndinni, sem þarf að hraða. Ég á þar við frv. um skuldaskilasjóð og fiskveiðasjóð. Ég óska alls ekki að tefja fyrir málinu, síður en svo, en tel rétt að vísa því til sjútvn. og að sjálfsögðu með forsendum hæstv. atvmrh. Til þess að tefja ekki umr., skal ég ekki fara út í einstök atriði nú, og ef n. fengi þau lagfærð, svo ekki yrði deiluatriði, þá er ekki sérstök ástæða til þess.