28.11.1934
Neðri deild: 47. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2358 í B-deild Alþingistíðinda. (3444)

150. mál, fiskimálanefnd

Frsm. (Finnur Jónsson):

Ég held, að ekki sé sérstök ástæða til að vísa þessu máli til sjútvn., vegna þess að málið er búið að vera þar til ærið langrar meðferðar. Allir nm. fengu frv. til yfirlestrar 2 eða 3 dögum áður en það var tekið á dagskrá í n. Auk þess fengu þeir tveir nm., sem eru í minni hl., frest til að bera málið undir sinn flokk. Ég held, að það sé því ekki sérstök ástæða að vísa málinu til n. Ég get hinsvegar lofað því að taka málið til meðferðar í n. í fyrramálið, ef óskað er.