28.11.1934
Neðri deild: 47. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2358 í B-deild Alþingistíðinda. (3447)

150. mál, fiskimálanefnd

Bergur Jónsson:

Ég vil aðeins benda á, að sú meðferð á máli, sem er flutt af n., að því sé vísað aftur til sömu n., hefir ekki þekkzt fyrr hér á þingi. Það kom að vísu til orða um annað mál á þessu þingi, en forseti sá ekki ástæðu til að verða við þeirri ósk. Ég hefi vitanlega ekkert á móti því sem einn flm. þessa frv., að því sé gert hærra undir höfði en öðrum frv., en þar sem það er vitað, að 3 nm. eru flm. frv. og hinir tveir hafa lýst yfir því, að þeir hafi kynnt sér frv., álít ég, að hv. þm. G.-K. geti sætt sig við, að n. athugi frv. án þess að því verði vísað til hennar og án þess að fresta umr.