28.11.1934
Neðri deild: 47. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2360 í B-deild Alþingistíðinda. (3452)

150. mál, fiskimálanefnd

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég vil minna hv. dm. á, að það er eftir ein umr., og að mál þetta er flutt af meiri hl. n. og því eigi ástæða til þess að vísa því til n. aftur.

Ég tel hinsvegar rétt að athuga málið, enda hefir form. sjútvn. lofað, að það skyldi gert, og ætti það að vera nægilegt, einkanlega þegar þess er gætt, að minni hl. n. hafði í 3 daga tækifæri til þess að athuga frv. og bera sig saman við sinn flokk um málið. Ég vil því halda fast við kröfu mína um að málinu verði vísað til 3. umr., án þess að því sé sérstaklega vísað til n.