05.12.1934
Neðri deild: 51. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2364 í B-deild Alþingistíðinda. (3467)

150. mál, fiskimálanefnd

Jóhann Jósefsson:

Ég vil leyfa mér að benda á, að þetta er 3. og síðasta umr. máls þessa hér í d., og því síðustu forvöð fyrir háttv. þdm. að láta uppi álit sitt um málið og gera upp við sig, hvort þeir ætla að fylgja því eða ekki. Eins og hæstv. forseti hefir heyrt, þá hefir verið leitað álits þriggja aðilja um frv. þetta, en það var vitanlega gert til þess, að fá fræðslu um þau mikilsverðu atriði, sem í því felast, en nú hefir ekki ennþá komið svar frá þeim, svo þm. hefir ekki gefizt kostur á að heyra álit þeirra. Ég hefi t. d. þeirra hluta vegna dregið að ganga endanlega frá brtt., sem ég hefi í hyggju að bera fram, og vil því endurtaka þá ósk mína, að málið verði tekið út af dagskrá nú, því ég sé ekki heldur, að það sé í hættu, þó að því sé frestað um einn dag.