08.12.1934
Efri deild: 56. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2606 í B-deild Alþingistíðinda. (3512)

156. mál, aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég vildi aðeins láta fylgja örfá orð þeim brtt., sem útbýtt hefir verið hér í d. Eins og komið hefir áður fram undir umr. þessa máls hér í d., þá hefir allshn. haft málið til athugunar, en það hefir ekki getað orðið úr því, að n. öll gæti flutt brtt. Það hafa komið fram raddir í n. um það, að gera víðtækari brtt. á frv. heldur en þessar, sem meiri hl. flytur, en ég hygg, að það hafi að mestu leyti verið vegna annríkis eins nm., að ekki hefir verið hægt að vinna að því að flytja sameiginlegar brtt., sem þá hefðu kannske orðið eitthvað víðtækari. — Málið hefir nú tvisvar sínum verið tekið af dagskrá, og þar sem nú er orðið áliðið þingtímans, höfum við í meiri hl. ekki séð ástæðu til þess að óska þess, að það verði enn þá tekið af dagskrá. Hinsvegar get ég búizt við, að í Nd. komi fram breyt. í þá átt, sem ég veit, að minni hl. er sérstaklega umhugað um, að fengist á frv., sem ég hygg, að muni vera aðallega þær, að betur séu tryggð eftirlaun þeirra, sem frá fara. Annars geri ég ráð fyrir því, að hv. minni hl. geri grein fyrir, hvað það er, sem hann hefði helzt óskað, að lagfært yrði í frv., og mætti þá taka það til athugunar, þegar málið kæmi til Nd. Ég geri ráð fyrir, að stj. gæti þá alveg eins þar unnið að þeirri breyt., ef hún vildi fallast á hana.