08.12.1934
Efri deild: 56. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2611 í B-deild Alþingistíðinda. (3517)

156. mál, aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna

Varaforseti (SÁÓ):

Mér hefir borizt skrifl. brtt. við þetta frv., frá hv. 1. þm. Reykv., er svo hljóðar: „Á eftir 2. gr. komi ný grein, er svo hljóðar: Nú er embættis- eða starfsmaður leystur frá embætti samkv. þessum lögum, og bera honum þá full embættislaun til 70 ára aldurs.“

Till. er of seint fram komin, auk þess er hún skrifl.. og þarf tvennskonar afbrigði til þess að hún verði tekin til meðferðar.