19.12.1934
Neðri deild: 64. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2655 í B-deild Alþingistíðinda. (3580)

156. mál, aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna

Forseti (JörB):

Samkv. orðalagi þessarar áskorunar er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi, því að þar er tekið fram, að þeim skuli slitið nú þegar. (JakM: Það mun vera föst venja að leyfa þeim að tala, sem eru á mælendaskrá, þegar slíkar till. koma fram). Þeir, sem áskorunina stíla, hafa það eigi að síður á valdi sínu. Og ég veit, að hv. þm. muna það, að ég snemma á þessu þingi vildi miðla málum, þegar samskonar till. þessari var borin fram, en það bar ekki árangur, enda er þetta fullur réttur þm. Þetta á vitaskuld að gera umræðulaust. Þingsköp mæla svo fyrir, að atkvgr. um slíkar till. skuli fara fram umræðulaust.