20.12.1934
Neðri deild: 65. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2660 í B-deild Alþingistíðinda. (3604)

156. mál, aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna

Ólafur Thors:

Það vantar hér nokkra þm. í d., t. d. hv. 1. þm. Rang., sem stóð hér til kl. 4 eða 5 í nótt og var að tala fyrir brtt. sínum við fjárl. og er því ekki kominn í d., og býst ég ekki við, að neinn leggi honum það til lasts, en telji sanngjarnt að bíða með atkvgr. þangað til hann er kominn í d. Einnig vantar hv. þm. Vestm., sem er veikur, og þm. V.-Húnv., og eru þetta allt hetjur næturinnar — sannir vökumenn þjóðarinnar.