08.12.1934
Neðri deild: 54. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2404 í B-deild Alþingistíðinda. (3642)

150. mál, fiskimálanefnd

Ólafur Thors:

Hv. þm. V.-Ísf. vill halda þessari grein sem lokaviðleitni til þess að halda samtökum útvegsmanna saman. Allt er frv. ruddaleg tilraun til þess að ryðjast inn í samtök útvegsmanna, og svo er meiningin að hneppa allt í einkasölufjötra með heimild þessarar greinar. Ég vil fella hana úr gildi og segi því já.

Við nafnakall um brtt. 684,9.a gerðu þrír þm. svo hljóðandi grein fyrir atkv.: