11.10.1934
Neðri deild: 7. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í C-deild Alþingistíðinda. (4032)

46. mál, ráðstafanir vegna fjárkreppunnar

Flm. (Gísli Guðmundsson):

Ég vil segja fáein orð viðvíkjandi því, sem hv. 8. landsk. sagði um það, að ástæða væri til að setja skilyrði viðvíkjandi starfsemi frystihúsa, sem frysta kjöt og fengið hafa slíkan styrk. Þessi skilyrði hafa hingað til ekki verið sett. Ég vil benda á, að við styrkveitingu til landbúnaðar. t. d. í jarðræktarlögum, eru ekki. sett slík skilyrði. Annars mun n. taka þetta atriði til athugunar.

Ég held, að það, sem hv. þm. talar um, að frystihús hafi fengið slíkan styrk og noti hann svo öðruvísi en til var ætlazt, sé algerlega rangt. Ég veit ekki til þess, að það hafi átt sér stað eða geti átt sér stað. Skilyrði frá hendi löggjafarinnar er ekkert annað en að frysta kjöt, og það hefir verið gert.