02.11.1934
Neðri deild: 28. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í C-deild Alþingistíðinda. (4042)

46. mál, ráðstafanir vegna fjárkreppunnar

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Ég sé ekki ástæðu til að hafa mörg orð um málið. En af orðum hv. þm. A.-Húnv. mátti skilja, að ég hefði ekki skýrt rétt frá afstöðu n. Ég hefi aldrei sagt, að n. hafi verið sammála um, að þörf væri að bera fram þetta frv., heldur sagði ég, að það hefði komið skýrt fram í landbn., að ástæða væri til að koma með brtt., sem tæki af allan vafa um það, að styrkurinn gilti einnig fyrir þau frystihús, sem reist yrðu eftir að l. voru samþ. Var lagt til, að á eftir orðunum: „er tekin hafa verið“ væri bætt inn orðunum: eða tekin verða. Varð samkomulag um það í n. að afgreiða málið í þessum anda, til þess að kljúfa ekki n. Þetta hefi ég sagt.

Við færum sem ástæðu fyrir því, að þessi skilningur skyldi lagður í l., að á ýmsum stigum málsins á þingi hefði komið ótvírætt fram sá skilningur, að styrkurinn skyldi aðeins ná til frystihúsa, er þegar hefðu verið reist, eins og hv. frsm. benti á. En málið tekur þeirri breytingu, að almennt er litið svo á, að hann skuli jafnframt ná til annara frystihúsa. Vegna þessa tvískinnungs þótti okkur rétt, að allur vafi væri af tekinn um þetta. Vona ég, að menn fallist á það og samþ. þessa rökstuddu dagskrá.