02.11.1934
Neðri deild: 28. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í C-deild Alþingistíðinda. (4044)

46. mál, ráðstafanir vegna fjárkreppunnar

Thor Thors:

Ég skal ekki lengja umr. mjög mikið.

Ég lít á málið eins og hv. landbn. virðist gera, að í l. felist það, sem hv. flm. ætlar að ná með frv. sínu. Mun ég því greiða atkv. með dagskrártill. landbn. Hún er bara kurteislegi form til að vísa málinu frá og benda hv. flm. á, að frv. hans er fram borið að nauðsynjalausu. Hinsvegar get ég ekki skilið, að hann þykist geta greitt dagskrártill. landbn. atkv. Ef hans skilningur á gildandi lögum er réttur, þá getur þessi dagskrártill. engu breytt þar um. Rökstudd dagskrá getur ekki breytt l. Hafi frv. verið borið fram af þörf, þá er enn fyrir hendi hin sama þörf til að samþ. það. En til að afnema fyrri vilja löggjafans þarf ný l., og duga þar til ekki rökstuddar dagskrár.