02.11.1934
Neðri deild: 28. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 34 í C-deild Alþingistíðinda. (4048)

46. mál, ráðstafanir vegna fjárkreppunnar

Hannes Jónsson [óyfirl.]:

Ég vildi ekki láta því ómótmælt, sem kom fram hjá hv. 8. landsk., að frysting síldar kostaði 4 aura pr. kg. Þetta er svo dæmalaus endemis fjarstæða og vitleysa, að því má ekki láta ómótmælt. Ég hefi fengizt dálítið við frystingu síldar og veit, að það nær engri átt að halda því fram, að kostnaðurinn sé ekki meiri, því hann er miklu meiri, og það er ekki aðeins vitlaust að halda svona fjarstæðu fram, heldur getur það verið og er skaðlegt. Ég veit, að það getur oft kostað 22 aura að frysta síld; það hefir e. t. v. verið dýrt, en það er að snúa út úr að nefna ekki nema einhvern hlut, kostnaðarins, svo ekki er ritað, við hvað er átt. Mér finnst afar hæpið að halda því fram, að okrað sé á þessari starfsemi kaupfélaganna, og get ekki fundið, að það sé til annars en vekja óþarfa tortryggni til þeirra, sem fyrir þessu standa. Ég vildi ekki láta hjá líða að benda á þetta, vegna þess að ég hefi fengizt við frystingu síldar og veit af reynslunni, að kostnaðurinn er miklu meiri en 4 aur. pr. kg., auk ýmsra annara ástæðna, sem geta komið til greina.