02.11.1934
Neðri deild: 28. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í C-deild Alþingistíðinda. (4056)

46. mál, ráðstafanir vegna fjárkreppunnar

Forseti (JörB):

Þá er umr. lokið. Hv. 8. landsk. hefir að vísu kvatt sér hljóðs, en þar sem hann hefir þegar talað þrisvar sinnum í þessu máli, sé ég ekki ástæðu til frekari umr. (GÞ: Það eru ekki aðrir en jafnaðarmenn sem fá að tala fjórum sinnum). Hv. þm. hefir ekki ástæðu til að kvarta. Hann hefir engum órétti verið beittur. Hann getur flutt sinn sannleika annarsstaðar en hér. (GÞ: Hv. 2. þm. Reykv. fékk að tala oftar um daginn). Ég leyfi mér að skírskota til gerðabókar. (HV: Ég talaði einu sinni sjaldnar en hv. þm. G-K.).