02.11.1934
Neðri deild: 26. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í C-deild Alþingistíðinda. (4060)

122. mál, Kreppulánasjóður

Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Í l. um kreppulánasjóð, nr. 78 frá 19. júní 1933 hljóðar fyrri hluti 20. gr. svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Stjórn Kreppulánasjóðs fram til 31. desember 1935 skipa þrír menn, aðalbankastjóri Búnaðar bankans, og tveir menn, er atvinnumálaráðherra skipar eftir tilnefningu landbúnaðarnefnda Alþingis. En eftir þann tíma skal stjórn Búnaðarbankans falin stjórn sjóðsins án endurgjalds“.

Eftir Þingtíðindunum er svo að sjá, sem samþ. hefi verið, að stj. Kreppulánasjóðs skyldi skipuð til ársloka 1934, en það hefir síðan verið leiðrétt í Stjórnartíðindunum eftir till. forseta.

Við hv. 2. þm. N.-M. berum fram lítið frv. um breytingu á stj. Kreppulánasjóðs. Störf sjóðsins fara nú minnkandi, og mætti þarna spara nokkurt fé, með því að leggja stofnunina undir Búnaðarbankann. Má þó búast við, að næsta ár verði þetta talsvert starf, og leggjum við því til, að hvorum af bankastjórum Búnaðarbankans, utan aðalbankastjóra, séu greiddar 3000 kr. sem aukaþóknun það ár. Aðalbankastjórinn hefir þegar svo há laun fyrir bankastjórnina, 19200 kr., að óþarft er að bæta við hann.

Villa er í grg. frv., þar sem segir, að hinir bankastjórar Búnaðarbankans hafi 7200 kr. laun. Það á að vera 6400 kr.

Vænti ég þess, að frv. verði vísað til 2. umr. og landbn.