13.11.1934
Neðri deild: 35. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í C-deild Alþingistíðinda. (4072)

122. mál, Kreppulánasjóður

Guðbrandur Ísberg:

Það virðist upplýst, að meginhluta af störfum Kreppulánasjóðs sé lokið, þannig að ekki þurfi að gera ráð fyrir, að þurfi 3 menn til þeirra starfa, sem ólokið er. Mér finnst því eðlilegt og sjálfsagt, að aðalbankastjórinn létti af sér þessum störfum næsta ár og að samið verði við hann um launalækkun. Ef lækkað verður við hann, mun starfið lenda á þeim, sem með honum hafa verið, og finnst mér þá eðlilegt, að ekki verði lækkað við þann manninn, sem hefir haft þetta sem aðalstarf og ráðinn sérstaklega til þessa starfs og við hann samið. Ég get ekki fallizt á, að farið sé að rjúfa samninga á honum, og mundi því greiða atkv. gegn dagskrártill., ef sú væri ætlunin.