10.11.1934
Neðri deild: 33. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 50 í C-deild Alþingistíðinda. (4082)

50. mál, ráðstafanir vegna fjárkreppunnar

Hannes Jónsson:

Snemma á þingi flutti ég hér frv. um niðurfærslu vaxta af veðlánum landbúnaðarins. Þetta frv. hefir nú fengið að hvíla sig um mánaðar tíma í hv. landbn. Ég hefi verið að grennslast eftir því hjá nm., hvað því liði, en fengið heldur mismunandi svör, og einn nm. vissi ekki einu sinni til þess nú í morgun, að málið lægi fyrir n. Mér virðist þess vegna, að það muni hafa verið unnið heldur slælega að þessu máli í n., og verð ég að vænta þess, að hæstv. forseti reki eftir því, að n. skili því frá sér. Ef hún getur ekki skapað sér neina skoðun á því, getur hún a. m. k. skilað því til d. án greinargerðar; aðalatriðið er, að hún svæfi það ekki alveg.