03.10.1934
Sameinað þing: 2. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í B-deild Alþingistíðinda. (41)

Kosning til efrideildar

Magnús Guðmundsson:

Það var aðallega dálítil fyrirspurn til hæstv. forseta út af því, að hann vísaði frá lista, sem var borinn fram af manni, sem ég hygg að sé form. Bændaflokksins, með nafni eins flokksmanns hans á. Það er atriði, sem mér finnst óskiljanlegast, því að þegar form. flokksins ber fram lista með flokksmanni á, þá sé ég ekki, hvernig hægt er annað en skoða hann sem flokkslista, jafnvel þótt komið hafi fram áður, að flokkurinn óskaði ekki eftir að eiga mann í Ed. Flokkurinn gat vel breytt um skoðun eða beygt sig fyrir kröfunni um að þeir láti mann í Ed.

Ég vil heyra frá hæstv. forseta, á hverju hann byggir þetta atriði úrskurðarins.