06.12.1934
Neðri deild: 52. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í C-deild Alþingistíðinda. (4144)

128. mál, Skuldaskilasjóður útgerðarmanna

Sigurður Kristjánsson:

Það var aðeins örstutt leiðrétting. Það gæti litið svo út, sem við minnihl.mennirnir í sjútvn. hefðum ekki komið réttilega fram við meirihl.mennina í n. Ég vil þá skýra frá því til viðbótar því, sem hv. þm. Vestm. tók fram, að þegar málið var búið að vera yfir 20 duga í sjútvn., þá var því lofað af hv. þm. Ísaf. að hafa aukafund í n. um málið. Hann átti að vera á föstudaginn var, en hann var aldrei boðaður. Reglulegur fundur átti að vera á laugard. Þá mættum við hv. þm. Vestm., en ekki aðrir. Hv. þm. Vestm. náði í síma tali af form. n., hv. þm. Ísaf., en honum (FJ) tókst ekki að ná í hina nm. Hann lofaði svo að halda fund á mánud. kl. 11 árdegis. en sá fundur var síðan afboðaður af form. n., hv. þm. Ísaf. Ég held, að við minnihl.mennirnir höfum gert það, sem við gátum, til þess að n. gæti orðið samferða um málið.

Af því að hæstv. forseti taldi æskilegt, að nál. frá báðum nefndarhlutum fylgdu málinu, þá vil ég segja það, að hann ætti varlega að treysta skýrslu hv. þm. Ísaf. um málið. Það er bert, að honum er ekki óljúft að draga málið á langinn. En ég verð að segja það, að við minnihl.mennirnir gerðum ekkert til þess að tefja n. Við gerðum þvert á móti það, sem við gátum, til þess að n. gæti orðið samferða.