24.10.1934
Neðri deild: 18. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 343 í C-deild Alþingistíðinda. (4178)

85. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Bergur Jónsson):

Ég vil f. h. allshn. gera örlitla grein fyrir þessu frv. Það fer fram á, að þremur útlendum mönnum sé veittur ríkisborgararéttur.

Það er rétt að geta þess, að tveir af þessum umsækjendum hafa ekki dvalið nema 4 ár hér á landi, en ég held, að það hafi ekki verið veittur ríkisborgararéttur nema hlutaðeigandi maður hafi dvalið minnst 5 ár hér á landi. En með því skilyrði, að þessir tveir menn sanni innan eins árs, að þeir hafi ekki ríkisborgararétt í öðru landi, þá telur allshn. rétt, að þeim sé veittur ríkisborgararéttur hér. — Að svo mæltu vænti ég þess, að þetta frv. verði afgr. til 2. umr.