26.10.1934
Neðri deild: 20. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 349 í C-deild Alþingistíðinda. (4232)

95. mál, fátækralög

Jakob Möller [óyfirl.]:

Ég get nefnt hv. 2. þm. N.-M. mýmörg dæmi um þetta, og ég skal ef hann vill, nefna honum dæmi um það utan fundar, að þetta hefir verið haft í frammi. (PZ: Með því að sækja þau 50 ár aftur í tímann). Dæmin eru til alveg ný, og þau eru líka til frá eldri tímum. Það hefir meira að segja komið fyrir, að fólki, sem hefir verið flutt þannig, hefir verið haldið uppi í annari sveit í mörg ár, til þess að losa sveitina, sem átti að sjá því fyrir framfærslu, við að framfæra það framvegis. Nú er sveitfestitíminn ekki nema 2 ár, en hv. 2. þm. N.-M. vill breyta þessu á þann veg, að fólkið sé bara flutt á milli sveitarfélaga, svo að sveitirnar komi því af sér. Menn geta sjálfir gert sér grein fyrir því, hvaða afleiðingu slíkt hefir.