16.10.1934
Neðri deild: 11. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 200 í C-deild Alþingistíðinda. (4279)

20. mál, ríkisútgáfa skólabóka

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég tel sjálfsagt, að hv. menntmn. athugi það, sem hv. 5. þm. Reykv. hefir bent á. Til þess er einmitt ætlazt af nefndum, að þær athugi slíkt. En ég tel rétt að henda á, að í 8. gr. frv. er gert ráð fyrir, að þeim bókaútgefendum, sem eiga birgðir af löggiltum kennslubókum nú, sé gefinn hæfilegur frestur til þess að selja þær þannig að þeim sé ekki bakað tjón að óþörfu.