08.12.1934
Neðri deild: 54. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 245 í C-deild Alþingistíðinda. (4346)

20. mál, ríkisútgáfa skólabóka

Thor Thors:

Það er aðeins út af þessari óvenjulegu ávítun hæstv. forseta til hv. 11. landsk., að ég vil leyfa mér að minna hæstv. forseta á það, að hv. frsm. menntmn., þm. V.-Ísf., sagði í ræðu sinni — og ég tók greinilega eftir því — að engin kvörtun hefði komið fram um það, að kennslubækur væru pólitískt hlutdrægar. Ég vil nú spyrja hæstv. forseta: Hvernig átti hv. 11. landsk. að hrekja þetta, ef ekki á þann hátt, sem hann gerði?