08.12.1934
Neðri deild: 54. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 245 í C-deild Alþingistíðinda. (4347)

20. mál, ríkisútgáfa skólabóka

Forseti (JörB):

Ég efast ekki um, að hv. þm. Snæf. muni þetta rétt, en við getum látið það liggja á milli hluta hvað þetta snertir. Þetta kemur bara ekkert við því máli, sem nú er verið að ræða. Þessar bækur, sem hv. þm. gerði að umtalsefni, eru ekki ríkisútgáfa, svo að þær skipta ekki máli hvað þetta snertir.

Það eru takmörk til fyrir því, hvað langt má ganga í að deila á menn, sem eru fjarverandi og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. En ef hv. þm. hefði þurft að gera aths. við þessar bækur, þá var tilhlýðilegra að hafa það form, að snúa sér til hæstv. kennslumálaráðh. með umkvörtun sína, en fara ekki að setja það í samband við óskylt mál.