09.10.1934
Neðri deild: 5. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í C-deild Alþingistíðinda. (4415)

24. mál, fátækralög

Bergur Jónsson:

Hæstv. atvmrh. fór þannig orðum um mig, þegar hann talaði um mig sem form. allshn. Nd. á undanförnum þingum, að ég gat ekki annað fundið en þar væri hann að sveigja persónulega að mér. Annars veit ég það, að það eru aðrir í þessari hv. d., sem meira og svívirðilegar hafa úthrópað mig persónulega en núv. hæstv. atvmrh., og á ég þar við 9. landsk. (ÓTh: Sigurð Einarsson). Sá frægi maður hefir svívirt mig bæði leynt og ljóst (Forseti hringir), og mun ég síðar skýra þinginu frá, á hvern hátt hann flaut hingað inn, og má þá vera, að hv. þm. þyki yfirleitt ekki sómi að því að hafa hann hér innan veggja, þennan mann, sem nær því hafði verið rekinn úr Alþfl. fyrir hin dæmafáu skrif sín í Alþýðublaðinu nokkru eftir stjórnarskiptin.