13.11.1934
Neðri deild: 35. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 283 í C-deild Alþingistíðinda. (4484)

59. mál, fiskiráð

Frsm. minni hl. (Sigurður Kristjánsson):

Meiri hl. sjútvn. hefir tekið þessu máli með þeim endemum, sem dæmalaus mega kallast. Fyrst leggur hann til, að því sé vísað frá með rökst. dagskrá. Nú vill hann, að forseti víki því frá. (Forseti: Hér er aðeins um frest að ræða). Ég veit, að það er ætlazt til, að það komi aldrei á dagskrá aftur. Ég vil benda á, að þegar þeir menn, sem standa undir þessum atvinnurekstri og þar með undir afkomu ríkissjóðs og allmikils hlutu þjóðarinnar, bera fram till. um endurbætur, er snerta atvinnurekstur þeirra, þá sæmir ekki að sýna þeim þessa fádæma fyrirlitningu. Fyrst fer meiri hl. sjútvn. þeim höndum um málið, sem einsdæmi er á Alþingi. Síðan krefst hann þess, að forseti neyti forsetavalds til þess að taka málið af lífi. Ég vænti þess, að hæstv. forseti fallist ekki á þessa meðferð málsins, þó að ég að sjálfsögðu hlíti úrskurði hans.