03.10.1934
Sameinað þing: 2. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í B-deild Alþingistíðinda. (45)

Kosning til efrideildar

Forseti (JBald):

Hv. þm. G.-K. hefir vitnað til þingskapanna, en hv. þm. ætti að vita, að þinginu ber einnig að fara eftir stjskr., og hún er ofar þingsköpunum, ef á greinir. Hv. þm. G.-K. hefir gleymt 1. og 2. gr. stjskr. frá 1934, sem við samþ. á seinasta þingi. (PM: Hvergi stendur þar, að Magnús Torfason megi ekki vera í Ed. — ÓTh: Nei!). Þetta er lélegur útúrsnúningur hjá hv. 2. þm. Rang. Það stendur heldur ekki í stjskr., að hann eigi að vera þm. Rang., en í 1. gr. stjskr. er þingfl. gert sérlega hátt undir höfði, og því verður að skilja 48. gr. þingskapanna svo, að nú geti ekki, eins og stundum áður, hver og einn þm. hlaupið til og búið út lista. 48. gr. þingskapanna verður að skýrast í ljósi stjskr., og hana álít ég ofar, ef þar greindi á. Álít ég því, að úrskurðurinn hafi verið að lögum og fullkomlega „parlamentarískur“.