18.10.1934
Neðri deild: 13. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í C-deild Alþingistíðinda. (4574)

70. mál, strandferðir

Thor Thors:

Eins og hv. flm. vék að, er þetta frv. ekki nýtt hér í þessari hv. d. Það lá fyrir síðasta þingi og þá komu fram þegar við 1. umr. málsins svo veigamikil rök gegn því, að meiri hl. þd. felldi það strax við þá umr. Sú andstaða, sem varð til þess, að frv. var fellt þegar í stað, kom frá formanni utanrmn., hv. þm. Mýr., þar sem hann lýsti því yfir, að ákvæði frv. brytu í bága við gildandi milliríkjasamninga. Hann skýrði frá því, að Íslendingar hefðu gagnkvæma samninga um strandsiglingar við Dani, Norðmenn, Svía og Englendinga, og meðan þeir væru í gildi, væri samþ. þessa frv. fullkomið þjóðarhneyksli. Þetta voru alveg næg rök gegn frv. og gat því ekki komið til mála annað en að fella það. Þetta er óbreytt ennþá, og þar sem frv. brýtur í bága við þessa milliríkjasamninga, þá vona, ég svo að ég taki mér orð grg. í munn, að þjóðrækni sé svo mikil á Alþ.,þm. áliti það skyldu sína að standa við þá milliríkjasamninga, sem ríkisstj. hefir gert fyrir hönd þjóðarinnar.

Af þessum ástæðum mun ég greiða atkv. gegn frv. þegar við 1. umr., enda þótt ég að sjálfsögu fallist á, að það væri æskilegast fyrirkomulag, að eingöngu íslenzk skip önnuðust strandferðir hér við land.