25.10.1934
Neðri deild: 19. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 318 í C-deild Alþingistíðinda. (4623)

79. mál, ferðamannaskrifstofa

Jóhann Jósefsson:

Þetta mál er vert allrar athygli, og það er sjálfsagt rétt að gera það, sem unnt er, til þess að örva hingað hollan ferðamannastraum og sjá til þess, að ferðafólkinu getist að landinu og kynning landsins eflist út á við, o. s. frv. Ég sé hvergi beinlínis gert ráð fyrir því í þessu frv., að skrifstofan fái nokkrar tekjur, en það er hinsvegar ljóst, að skrifstofa með slík verkefni hlýtur að kosta talsvert fé. Það er á það drepið, að einhverjar tekjur muni fást fyrir auglýsingar í væntanlegum bæklingum, sem skrifstofan gefi út, en allt er það óákveðið. Ég vildi láta þess getið hér við þessa umr., að ég tel rétt, að sú n., sem fær þetta mál til meðferðar, athugi það, sem ég nú hefi bent á, (BJ: Frv. kemur frá n.). Þá vil ég mælast til þess, að hv. n. athugi, hvort ekki er unnt að tryggja þessa stofnun svo fjárhagslega, að hún yrði ekki beinlínis byrði. Svona stofnun mun alltaf kosta töluvert fé.