25.10.1934
Neðri deild: 19. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 318 í C-deild Alþingistíðinda. (4624)

79. mál, ferðamannaskrifstofa

Frsm. (Bergur Jónsson):

Ég vil taka það fram út af orðum hv. þm. Vestm., að allshn. mun taka þetta til athugunar og rannsaka, hvernig tekjur og gjöld koma til með að standast á, og hvort ekki þyrfti í frv. að ákveða skrifstofunni framlag úr ríkissjóði.

Ég vil geta þess hér, að allshn. hefir borizt erindi frá bifreiðastjórafélaginu „Hreyfill“, þar sem lagt er til, að frv. nái staðfestingu Alþ., en ég sé ekki ástæðu til að lesa þetta erindi upp hér.