14.12.1934
Efri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 450 í C-deild Alþingistíðinda. (4779)

40. mál, ríkisgjaldanefnd

Jón Baldvinsson:

Það er vitanlega alls ekki tilætlun mín með þessari brtt., að ráðh., sem gerir sig sekan um fjárdrátt, sleppi við refsingu. Hér er aðeins átt við það, að ráðh., sem fer fram úr heimild Alþingis um greiðslur úr ríkissjóði og án samþykkis ríkisgjaldanefndar, skuli bera ábyrgð fyrir næsta Alþingi. Annars eru brtt. mínar hvorki til umr. né atkvgr. hér, þar sem synjað hefir verið um afbrigði um þær. En flokksmenn mínir munu ekki geta greitt atkv. með 3. gr. frv. óbreyttri.