22.10.1934
Efri deild: 18. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 472 í C-deild Alþingistíðinda. (4799)

35. mál, Kreppulánasjóður

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Ég get verið stuttorður. Ég gerði grein fyrir þessu frv., þegar það var til 1. umr., og hefi ég þar litlu við að bæta.

Meiri hl. n. er eindregið því fylgjandi, að frv. verði samþ. með smábreyt., sem till. er um á þskj. 135, sem er aðeins leiðrétting, en einn nm. hefir skrifað undir með fyrirvara. Hver sá fyrirvari er, hefir ekki komið fram, því að engin brtt. hefir komið fram frá honum.

Ég skal taka það fram, að ég fyrir mitt leyti óska, að lögin verði ótvíræð, án heimildar um að mæla, og að ekki þurfi að leita til seljenda síldarinnar um óskir, hvort vigta eigi, en um það gat ekki orðið samkomulag í n. En í frv. hafði þessi setning komið af vangá. Verður því frv. að sigla sinn sjó til Nd., í von um, að það verði leiðrétt þar.