24.10.1934
Efri deild: 20. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 476 í C-deild Alþingistíðinda. (4808)

35. mál, Kreppulánasjóður

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Ég get ekki betur séð en að 2. mgr. megi vel standa, þó 1. mgr. verði breytt eins og ég legg til og öll síld verði seld eftir vigt. Um hitt atriðið er það að segja, að þessi sölueining, mæliker eða 135 kg., er löggilt með tilskipun frá 1922, að mig minnir. Einnig í öðru sambandi hefir þessi vörueining þýðingu, og það er, að ráðningarsamningar eru bundnir við þessa einingu, sem á að vera eitt mál eða tunna, þegar um síld til söltunar er að ræða. Þetta ákvæði í frv. er því ekki alveg þýðingarlaust. Ég játa, að í sambandi við vigt og sölu á síldinni hefir þetta enga þýðingu, en aftur hefir þetta ákvæði þýðingu í hinu praktíska lífi.