30.11.1934
Efri deild: 51. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 538 í C-deild Alþingistíðinda. (4945)

154. mál, hafnarlög fyrir Siglufjarðarkaupstað

Bernharð Stefánsson:

Brtt. n. við frv. eru sjálfsagðar, og hefi ég sem flm. ekkert við þær að athuga. Sé ég ekkert við að athuga, þó að bætt sé inn orðunum „allt að“. Hin brtt. er sjálfsögð leiðrétting. En fyrri brtt. hv. 10. landsk. á þskj. 605 byggist á því, að það sé framlag af opinberu fé, ef kirkjujarðasjóði beri ekki endurgjald fyrir þær eignakvaðir, óhagræði og takmörkun á afnotarétti, sem um getur í 3. gr. Ég held, að þetta sé ekki rétt. Ég held, að þótt Hvanneyrarland láti eitthvað endurgjaldslaust undir mannvirki, þá rýri það ekki gildi eignarinnar, heldur þvert á móti. Þessar framkvæmdir verða mikill gróði fyrir kirkjujarðasjóð, sem kemur fram í hækkuðu verði, og er því sízt ranglátt, að þetta sé af hendi látið endurgjaldslaust.

Hvað síðari brtt. hv. þm. snertir, er það að segja, að hún er gagnslaus, en líka meinlaus, því að hafnargjöld eru svo á Siglufirði, að neyzluvörur eru undanþegnar þeim, a. m. k. flestar. Ég leggst því ekki á móti því, að till.samþ., en tel hana þýðingarlausa. Aftur er frv. spillt. ef fyrri brtt. hv. þm. nær samþykki. Það er nú orðið áliðið fundartíma, en ég vil þó vona, að málinu verði lokið á þessum fundi.