02.11.1934
Efri deild: 28. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 505 í B-deild Alþingistíðinda. (499)

32. mál, útflutningur á kjöti

Frsm. (Páll Hermannsson):

Á Alþingi 1933 voru sett lög um útflutning á kjöti vegna takmarkana á viðskiptum í aðalviðskiptalöndum okkar með þessa vöru, Englandi og Noregi. Þessi lög voru tímabundin og giltu aðeins til 1. júlí síðastl. En þar sem alveg eins var ástatt þá og 1933 um viðskipti með þessar vörur. setti þáv. atvmrh. bráðabirgðalög um þetta efni 28. júní í sumar, sem framlengdu hin eldri lög til 1. júlí 1935. Þetta frv. fer fram á staðfestingu á þeim bráðabirgðalögum. Það hefir gengið í gegnum Nd. og verið samþ. þar mótatkvæðalaust.

Meiri hluti landbn. leggur til, að frv. verði samþ. Tveir nm. ( ÞBr. og PM) voru veikir, er frv. var afgr. í landbúnaðarnefnd.