22.12.1934
Neðri deild: 67. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 556 í C-deild Alþingistíðinda. (5002)

171. mál, samkomudagur Alþingis árið 1935

Forseti (JörB):

Það er að vísu svo, að búið er að taka málið af dagskrá, þar sem ég bjóst ekki við, að tími ynnist til málsins, sakir þess að margar brtt. liggja fyrir. Þótt hinsvegar sé búið að taka málið af dagskrá, tel ég, að ekki þurfi að binda sig svo einstrengingslega við þetta atriði þingskapanna, og þar eð fram hefir komið ósk um, að málið yrði tekið fyrir, get ég orðið við þeirri ósk, og tek hér með málið fyrir til 2. umr. (PO: Þarf þá ekki að setja nýjan fund?). Þetta er leiðrétting, eins og þegar þm. hefir kvatt sér hljóðs og fær að tala eftir að slitið er umr.