22.12.1934
Neðri deild: 67. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 557 í C-deild Alþingistíðinda. (5007)

171. mál, samkomudagur Alþingis árið 1935

Ásgeir Ásgeirsson:

Það er misskilningur hjá síðasta ræðumanni, að það felist í minni till., að vortíminn og sumarið sé heppilegastur þingtími yfirleitt. Mín till. miðar einungis við þetta ár, og það vegna þess, að nú er þing í árslok, og í stað þess að heyja reglulegt þing aftur í ársbyrjun, verðum við að fara einhverja millileið á næsta ári. Þetta kann að verða einhverjum til óþæginda, en það má ekki miða við óþægindi einstakra þingmanna, heldur fyrst og fremst við það, hvenær þinghald kemur að fullu gagni. Og það verður ekki, ef þing verður látið hefjast fyrr en með maí. Það mætti hefjast síðar; en því síðar sem er, því minni möguleiki er fyrir þingi á reglulegum tíma árið eftir.

Mín till. er því bundin við þetta sérstaka tilfelli á næsta ári.