22.12.1934
Neðri deild: 67. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 560 í C-deild Alþingistíðinda. (5012)

171. mál, samkomudagur Alþingis árið 1935

Pétur Ottesen:

Ég vil aðeins benda á, að það er skrítið við þessar nefndarskipanir, ef þær eiga nú aðeins að tefja undirbúning mála. Þó að bændur og aðrir utanbæjarþm. eigi hér að njóta einhverra sérstakra vildarkjara. eins og hv. þm. V.-Ísf. þykist hafa gert till. um, þá held ég, að ávinningurinn yrði hæpinn, miðað við þann þingtíma, sem verið hefir að undanförnu, því að eftir því ættu þessir þm. að vinna þriðjung þingtímans fyrir ekkert, og þá hækkar nú fyrst hagurinn fyrir bændurna að kaupa sér menn í sinn stað á meðan þeir eru á þingi.