17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í D-deild Alþingistíðinda. (5072)

86. mál, Vestmannaeyjavitinn á Stórhöfða

Forseti (JörB):

Fyrst ekki hafa aðrir kvatt sér hljóðs, er umr. lokið.

Þetta formsatriði till. er nauðsynlegt. Þessi brtt., sem hv. þm. Vestm. hefir flutt hér skv. hinum nýju reglum um till., sem hafa í sér fólgin fjárútlát, er eiginlega sjálfsögð, svo framarlega sem hún á að hafa nokkurt gildi, því að ef verja hefði átt sérstökum peningum samkv. till., sem ekki eru heimilaðir á annan hátt, þá mætti ekki bera slíka till. fram í deild, heldur í Sþ. (HV: Ég skil ekki). Hv. 2. þm. Reykv. veit, að samkv. nýju stjskrl. á að bera till., sem fara fram á aukin útgjöld, sem ekki eru fyrir í lögum eða fjárl., fram í Sþ., en ekki í deildum. Nú er þetta ekki tekið fram í upphaflegu till., og meining flm. var að ráða bót á þessu með því að láta taka þá fjármuni, sem ganga eiga til þessa mannvirkis, af fé, sem veitt var í fjárl. í þessu skyni.